Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 14:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert fer vel af stað - Lagði upp í góðum sigri
Albert fer vel af stað með AZ.
Albert fer vel af stað með AZ.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson byrjar feril sinn með AZ Alkmaar mjög vel. Albert kom til AZ frá PSV Eindhoven á dögunum en í dag lék hann sinn annan byrjunarliðsleik fyrir félagið.

Hann skoraði í 1-1 jafntefli gegn Feyenoord um síðustu helgi og í dag lagði hann upp í 3-1 sigri á Groningen. Albert lagði upp annað mark AZ sem breytti stöðunni í 2-1.

Albert var tekinn af velli í uppbótartíma en hann var þá kominn með gult spjald.

AZ er í fimmta sæti deildarinnar með 11 stig eftir fimm leiki. Hin Íslendingaliðin í deildinni, Excelsior og Willem II eru þar fyrir neðan. Excelsior með Elías Má Ómarsson og Mikael Anderson innanborðs, er í 13. sæti og Willem II með Kristófer Inga Kristinsson í sínu aðalliði er í áttunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner