Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Ronaldo skoraði - Jafnt í nágrannaslag í Mílanó
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo virðist vera hrokkinn í gang og skoraði hann í sigri Juventus gegn nýliðum Frosinone í síðasta leik helgarinnar í ítalska boltanum.

Ítalíumeistararnir sóttu án afláts en heimamenn spiluðu góðan og agaðan varnarleik og náðu að halda gestunum í skefjum þar til á lokakaflanum.

Þá var komið að Ronaldo, sem skoraði ekkert fyrstu þrjá leikina en setti svo mikilvæga tvennu í 2-1 sigri gegn Sassuolo um síðustu helgi. Markið var frekar auðvelt, varnarmenn Frosinone gleymdu sér og gáfu Ronaldo alltof mikið pláss í vítateignum.

Frosinone opnaði sig í kjölfar marksins og náði Federico Bernardeschi að innsigla sigur Juve í uppbótartíma.

Fyrr í dag átti AC Milan leik við Atalanta og það tók Gonzalo Higuain tæpar tvær mínútur að koma heimamönnum yfir í nágrannaslagnum.

Papu Gomez jafnaði fyrir gestina frá Bergamó snemma í síðari hálfleik en Giacomo Bonaventura kom heimamönnum aftur yfir skömmu síðar.

Leikurinn var mjög fjörugur þar sem liðin skiptust á að eiga góða kafla en gestirnir settu mikla pressu í gang undir lokin og skilaði hún sér með dramatísku jöfnunarmarki frá Emiliano Rigoni.

Juventus er eina liðið í deildinni sem er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Milan og Atalanta eru með fimm stig á meðan Frosinone á eftir að skora mark og er aðeins með eitt stig. Milan á leik til góða, gegn Genoa.

Milan 2 - 2 Atalanta
1-0 Gonzalo Higuain ('2 )
1-1 Alejandro Gomez ('54 )
2-1 Giacomo Bonaventura ('61 )
2-2 Emiliano Rigoni ('90 )

Frosinone 0 - 2 Juventus
0-1 Cristiano Ronaldo ('81 )
0-2 Federico Bernardeschi ('94)
Athugasemdir
banner
banner
banner