Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ljót tækling á Gundogan - „Ég var heppinn"
Mynd: Getty Images
Manchester City vann auðveldan 5-0 sigur gegn nýliðum Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Riyad Mahrez skoraði tvennu en Sergio Aguero, Bernardo Silva og Ilkay Gundogan voru líka á skotskónum.

Sá síðastnefndi var heppinn að sleppa við alvarleg meiðsli stuttu eftir að hann skoraði. Joe Ralls, leikmaður Cardiff, fór í mjög hættulega tæklingu á Gundogan.

Smelltu hér til að sjá tæklinguna. Ralls fékk gult spjald en á samfélagsmiðlum kölluðu stuðningsmenn Man City eftir rauðu spjaldi.

„Þetta er sársaukafullt en ég var heppinn," sagði Gundogan eftir leik að því er kemur fram á Wales Online. „Þetta var slæm tækling, því miður - en svona gerist."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner