Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. september 2018 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva: Cech var bestur - Augljós rangstaða
Mynd: Getty Images
Marco Silva er óánægður eftir 2-0 tap sinna manna í Everton gegn Arsenal á Emirates leikvanginum.

Silva segist vera ánægður með frammistöðuna og er sammála valinu á Petr Cech sem manni leiksins.

„Úrslitin gefa ekki góða mynd af leiknum. Við fengum fjögur eða fimm góð marktækifæri en nýttum þau ekki. Það er mjög lýsandi fyrir leikinn að markmaðurinn þeirra var besti maður vallarins," sagði Silva að leikslokum.

„Þetta eru svekkjandi úrslit fyrir okkur. Þeir fengu eitt færi og skoruðu á meðan við fengum helling af færum en skoruðum ekki."

Silva er ekki ánægður með dómgæsluna í seinna marki Arsenal þar sem Pierre-Emerick Aubameyang var rangstæður þegar sendingin frá Aaron Ramsey fór af stað.

„Seinna markið var augljós rangstaða. Þetta var mikilvæg ákvörðun í leiknum á viðkvæmum tímapunkti. Leikurinn hefði þróast í allt aðra átt, en ég átta mig á því að þetta er erfitt starf og það geta allir gert mistök."
Athugasemdir
banner
banner
banner