Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. september 2018 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Moyes hefur ekki trú á því að Liverpool vinni deildina
David Moyes og Jürgen Klopp
David Moyes og Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóri Everton og Manchester United á Englandi, er á þeirri skoðun að Liverpoo takist ekki að vinna deildina þetta tímabilið.

Liverpool hefur ekki unnið úrvalsdeildina frá tímabilinu 1990-1991 en liðinu hefur í nokkur skipti verið nálægt því að taka efsta sætið.

Jürgen Klopp hefur gjörbreytt leikstíl liðsins og er leikmannahópur þess afar öflugur. Liðið hefur unnið fyrstu sex deildarleiki sína auk þess sem liðið vann Paris Saint-Germain í fyrsta leik Meistaradeildar Evrópu.

Moyes, sem stýrði bæði Everton og Manchester United, heldur að liðið missi taktinn.

„Ég held ekki, nei," sagði Moyes er hann var spurður út í það hvort Liverpool myndi vinna deildina.

„Ég tel Liverpool vera með mjög gott lið en ef þú horfir til baka þá hefur liðið alltaf verið með sterkt lið. Tildæmis þegar liðið var með Alonso, Mascherano, Gerrard og Torres," sagði Moyes.

„Liðið í dag er líka gott en ég er ekki viss um að það sé jafn gott og þá. Þeir eru með skemmtilegan leikstíl og magnaða sóknarmenn og það skapar mikla ógn," sagði hann í lokin.

Liverpool er eina liðið sem hefur unnið alla leiki sína í deildinni til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner