Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Sakho klúðraði fyrir opnu marki
Mynd: Getty Images
Mamadou Sakho, varnarmaður, Crystal Palace, fékk sannkallað dauðafæri þegar Palace mætti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær, laugardag.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en Sakho fékk besta færi leiksins þegar rétt tæpar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Andros Townsend átti þá flottan undirbúning í því að koma boltanum fyrir markið. Hann fann Sakho í teignum en franski varnarmaðurinn var búinn að koma sér fyrir á fjærstönginni. Martin Dubravka í marki Newcastle missti af boltanum og fékk Sakho dauðafæri til að skalla boltann í autt markið.

Sakho brást hins vegar bogalistinn á einhvern ótrúlegan hátt.

Sjón er sögu ríkari. Smelltu hér til að sjá atvikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner