Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   sun 23. september 2018 16:30
Magnús Þór Jónsson
Ólafur Páll: Klúbburinn verður að meta hvort ég er rétti maðurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var svekktur Fjölnisþjálfari sem mætti í viðtal í dag, enda þýddi 0-2 tap það að Fjölnir munu leika í Inkasso-deildinni á næsta ári.

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði.  Við ætluðum að koma þessu allavega þannig fyrir að það yrði úrslitaleikur um næstu helgi. Það tókst ekki og eru mjög mikil vonbrigði".

Óli var ósáttur við það að fyrsta mark leiksins fékk að standa.

"Mikkelsen braut á Torfa í aðdraganda marksins.  Einhverra hluta vegna sjá þeir fjórir það ekki en það er svolítið týpískt fyrir sumarið okkar.  Þessi leikur er ekki ástæðan fyrir því að við féllum."

Hver er ástæðan fyrir því að Fjölnismenn féllu?

"Við gerðum alltof mikið af mistökum og þar ég meðtalinn, ég viðurkenni það hvort sem það er eðlilegt eða ekki.  Of dýr mistök verða þess valdandi að við fáum of fá stig i leikjum sem við áttum mögulega að taka eitthvað út úr en ég sem þjálfari liðsins ber fulla ábyrgð á stöðu mála.

Nú er bara að vinna að því að finna hvað er réttast fyrir Fjölni að gera sem klúbb."


Er hann þar að tala um sína stöðu sem þjálfara?

"Já. Auðvitað þarf að skoða það hvort ég er réttur aðili að vinna úr þeirri stöðu sem er.  Ég náði ekki að vinna úr okkar hóp, ég hafði miklar væntingar fyrir sumarið um að við gætum náð árangri en það gekk ekki."

Hefur hann áhuga á að halda starfinu áfram?

"Auðvitað hef ég áhuga á því, þetta er minn uppeldisklúbbur en ef klúbburinn metur að ég sé ekki réttur þá er það ekki spurning að ég verð að virða það."

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner