Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 23. september 2018 16:30
Magnús Þór Jónsson
Ólafur Páll: Klúbburinn verður að meta hvort ég er rétti maðurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var svekktur Fjölnisþjálfari sem mætti í viðtal í dag, enda þýddi 0-2 tap það að Fjölnir munu leika í Inkasso-deildinni á næsta ári.

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði.  Við ætluðum að koma þessu allavega þannig fyrir að það yrði úrslitaleikur um næstu helgi. Það tókst ekki og eru mjög mikil vonbrigði".

Óli var ósáttur við það að fyrsta mark leiksins fékk að standa.

"Mikkelsen braut á Torfa í aðdraganda marksins.  Einhverra hluta vegna sjá þeir fjórir það ekki en það er svolítið týpískt fyrir sumarið okkar.  Þessi leikur er ekki ástæðan fyrir því að við féllum."

Hver er ástæðan fyrir því að Fjölnismenn féllu?

"Við gerðum alltof mikið af mistökum og þar ég meðtalinn, ég viðurkenni það hvort sem það er eðlilegt eða ekki.  Of dýr mistök verða þess valdandi að við fáum of fá stig i leikjum sem við áttum mögulega að taka eitthvað út úr en ég sem þjálfari liðsins ber fulla ábyrgð á stöðu mála.

Nú er bara að vinna að því að finna hvað er réttast fyrir Fjölni að gera sem klúbb."


Er hann þar að tala um sína stöðu sem þjálfara?

"Já. Auðvitað þarf að skoða það hvort ég er réttur aðili að vinna úr þeirri stöðu sem er.  Ég náði ekki að vinna úr okkar hóp, ég hafði miklar væntingar fyrir sumarið um að við gætum náð árangri en það gekk ekki."

Hefur hann áhuga á að halda starfinu áfram?

"Auðvitað hef ég áhuga á því, þetta er minn uppeldisklúbbur en ef klúbburinn metur að ég sé ekki réttur þá er það ekki spurning að ég verð að virða það."

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner