Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Valur hársbreidd frá titlinum - Fjölnir fellur
Stjarnan klúðraði sínum málum í Vestmannaeyjum
Valur er hársbreidd frá því að vinna titilinn annað árið í röð þrátt fyrir tap gegn FH.
Valur er hársbreidd frá því að vinna titilinn annað árið í röð þrátt fyrir tap gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Eddi Gomes tryggði FH sigur.
Eddi Gomes tryggði FH sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tapaði í Eyjum. Með sigri hefði liðið mögulega farið á toppinn fyrir lokaumferðina.
Stjarnan tapaði í Eyjum. Með sigri hefði liðið mögulega farið á toppinn fyrir lokaumferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa og Óli Stefán mættust. Sóknarleikurinn var allsráðandi.
Túfa og Óli Stefán mættust. Sóknarleikurinn var allsráðandi.
Mynd: Þorsteinn Magnússon
Fjölnir spilar í Inkasso-deildinni á næsta ári.
Fjölnir spilar í Inkasso-deildinni á næsta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Línur er nokkuð skýrar fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla. Næstsíðasta umferðin fór fram í heild sinni í dag.

Er spenna í þessu?
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það þarf eitthvað ótrúlegt að gerast til þess að Valur verði ekki Íslandsmeistari annað árið í röð.

Valur fór í Kaplakrika, Ólafur Jóhannesson fór á sinn gamla heimavöll, og var niðurstaðan þar dramatískur sigur FH.

FH var sterkari aðilinn framan af leik og kom færeyski framherjinn Jákup Thomsen FH-ingum yfir á 58. mínútu. Danski framherjinn Patrick Pedersen er ekki búinn að segja sitt síðasta á þessu tímabili og hann jafnaði á 83. mínútu. Pedersen er kominn með 17 mörk og er tveimur mörkum frá því að jafna markametið í efstu deild, sem er 19 mörk.

Það stefndi í 1-1 jafntefli þangað til Eddi Gomes skoraði í uppbótartíma og tryggði FH sigur. „Boltinn fer hátt upp í loft eftir hornspyrnuna og Anton Ari og Guðmundur fara upp í boltann. Guðmundur skallar á Eddi sem skorar af harðfylgi. Anton og Valsmenn vilja brot en fá ekki!" skrifaði Magnús Már Einarsson í beinni textalýsingu.

Þrátt fyrir þetta tap er Valur mjög nálægt titlinum. Stjarnan tapaði nefnilega í Vestmannaeyjum gegn ÍBV, 2-1. Valur er á toppnum með 43 stig, en svo kemur Stjarnan með 40 stig. Valur mætir botnliði Keflavíkur í lokaumferðinni og þarf að tapa þar til þess að annað hvort Stjarnan eða Breiðabliki eigi möguleika. Keflavíkur hefur ekki unnið leik í Pepsi-deildinni í sumar og verður að teljast afar, afar ólíklegt að það gerist gegn Val í lokaumferðinni.

Fjölnir kveður Pepsi-deildina
Breiðablik er komið upp fyrir Stjörnuna í annað sæti deildarinnar eftir 2-0 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Ágúst Gylfason, fyrrum þjálfari Fjölnis og núverandi þjálfari Breiðabliks, sendi sína gömlu lærisveina niður í Inkasso-deildina með Keflavík.


Fjölnir er með 19 stig en þar sem bæði Víkingur og ÍBV unnu sína leiki og Fylkir gerði jafntefli gegn KR er það ljóst að Fjölnir fer niður. Oddur Ingi Guðmundsson jafnaði fyrir Fylki gegn KR á 84. mínútu og það er markið sem sendir Fjölnir niður.

Þetta jafntefli þýðir það að FH og KR eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Þessi lið eru að berjast um fjórða sætið sem gefur þáttökurétt í Evrópukeppni á næsta tímabili. FH sækir Stjörnuna heim í lokaumferðinni og KR fer á heimavöll hamingjunnar og mætir þar Víkingi.

Víkingur fór létt með Keflavík, 4-0.

Lítil sem engin vörn á Akureyri
Óli Stefán Flóventsson og Túfa, tveir þjálfarar sem eru að hætta með lið sín eftir tímabilið mættust á Akureyri, KA og Grindavík mættust. Sóknarleikurinn var allsráðandi.

KA var komið 3-0 yfir eftir 17 mínútur en Sam Hewson minnkaði þá muninn með tveimur mörkum fyrir Grindavík. Hallgrímur Mar Steingrímsson sá hins vegar til þess að staðan var 4-3 í hálfleik. Ótrúlegur fyrri hálfleikur.

Sam Hewson fullkomnaði þrennu sína í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu en þrenna hans dugði ekki Grindavík. Sigur KA staðreynd í mjög skemmtilegum leik.

Grindavík og KA eru ekki að keppa um neitt, liðin sigla bæði lygnan sjó eins og sagt er.

KA 4 - 3 Grindavík
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('6 )
2-0 Daníel Hafsteinsson ('15 )
3-0 Elias Alexander Tamburini ('17 , sjálfsmark)
3-1 Sam Hewson ('20 )
3-2 Sam Hewson ('30 )
4-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('33 )
4-3 Sam Hewson ('74 , víti)
Lestu nánar um leikinn

ÍBV 2 - 1 Stjarnan
0-1 Hilmar Árni Halldórsson ('23 , víti)
1-1 Sindri Snær Magnússon ('62 )
2-1 Víðir Þorvarðarson ('67 )
Lestu nánar um leikinn

Fjölnir 0 - 2 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson ('10 )
0-2 Oliver Sigurjónsson ('39 )
Lestu nánar um leikinn

KR 1 - 1 Fylkir
1-0 Björgvin Stefánsson ('53 )
1-1 Oddur Ingi Guðmundsson ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Keflavík 0 - 4 Víkingur R.
0-1 Erlingur Agnarsson ('48 )
0-2 Geoffrey Wynton Mandelano Castillion ('79 , víti)
0-3 Örvar Eggertsson ('90 )
0-4 Geoffrey Wynton Mandelano Castillion ('90)
Lestu nánar um leikinn

FH 2 - 1 Valur
1-0 Jákup Ludvig Thomsen ('58 )
1-1 Patrick Pedersen ('83 )
2-1 Edigerson F. Gomes D'Almeida ('93 )
Lestu nánar um leikinn



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner