Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barca missti af stigum á heimavelli
Pique fylgdi eftir með skallamarki.
Pique fylgdi eftir með skallamarki.
Mynd: Getty Images
Barcelona er búið að missa forystuna á toppi spænsku deildarinnar eftir jafntefli gegn Girona í kvöld.

Lionel Messi kom Barca yfir í fyrri hálfleik en Clement Lenglet fékk rautt spjald á 35. mínútu fyrir olnbogaskot.

Börsungar virtust vera á leið inn í leikhlé með forystu en úrúgvæski framherjinn Cristhian Stuani náði að jafna rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Stuani var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks og kom Girona yfir. Börsungar lögðu allt í sóknarleikinn í kjölfarið og virkuðu þeirra tíu menn eins og þeir væru tólf.

Sóknarþungi Barca skilaði sér með skallamarki frá Gerard Pique en sigurmarkið kom aldrei og Börsungar eru jafnir Real Madrid á toppnum, með þrettán stig eftir fimm umferðir.

Villarreal gerði þá markalaust jafntefli við Valencia þar sem miðjumaðurinn Daniel Parejo fékk rautt spjald í liði gestanna fyrir misheppnaða tæklingu.

Athletic Bilbao komst tveimur mörkum yfir gegn Real Betis en missti Markel Susaeta af velli rétt fyrir leikhlé með rautt spjald, þriðja rauða spjaldið í þremur leikjum.

Heimamenn voru því fleiri í seinni hálfleik og gjörsamlega eignuðu sér hann. Þeir voru ekki lengi að jafna og hefðu getað stolið sigrinum en náðu ekki að koma knettinum í netið síðustu 20 mínúturnar.

Diego Jóhannesson Pando lék þá allan leikinn fyrir Real Oviedo í B-deildinni. Oviedo gerði jafntefli við Elche og er með níu stig eftir sex umferðir.

Barcelona 2 - 2 Girona
1-0 Lionel Messi ('19 )
1-1 Christian Stuani ('45 )
1-2 Christian Stuani ('51 )
2-2 Gerard Pique ('63 )
Rautt spjald:Clement Lenglet, Barcelona ('35)

Real Betis 2 - 2 Athletic Bilbao
0-1 Inaki Williams ('7 )
0-2 Raul Garcia ('18 )
1-2 Marc Bartra ('51 )
2-2 Sergio Canales ('68 )
Rautt spjald:Markel Susaeta, Athletic ('45)

Villarreal 0 - 0 Valencia
Rautt spjald:Daniel Parejo, Valencia ('58)

Real Oviedo 1 - 1 Elche
Athugasemdir
banner
banner
banner