Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 17:48
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Arnór Ingvi og Andri Rúnar hetjur dagsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Heimasíða Helsingborg
Arnór Ingvi Traustason og Andri Rúnar Bjarnason voru á skotskónum í dag og eru hetjur dagsins í sænska boltanum.

Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö gegn Kalmar og skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik í öruggum 4-0 sigri.

Malmö er einu stigi frá Evrópusæti þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu.

Andri Rúnar er algjör lykilmaður hjá Helsingborg í toppbaráttu sænsku B-deildarinnar og var hann á sínum stað í byrjunarliðinu er Frej mætti í heimsókn.

Staðan var markalaus þar til í uppbótartíma, þegar Andri náði að pota inn sigurmarkinu.

Helsingborg er með tveggja stiga forystu á Falkenberg á toppnum og er Andri markahæstur í deildinni, með 13 mörk og 6 stoðsendingar.

AIK er á toppi efstu deildar eftir sigur gegn Hammarby en Haukur Heiðar Hauksson sat allan tímann á bekknum.

Malmö 4 - 0 Kalmar
1-0 Arnór Ingvi Traustason ('16)
2-0 R. Gall ('32)
3-0 Arnór Ingvi Traustason ('42)
4-0 M. Rosenberg ('64)

AIK 1 - 0 Hammarby
1-0 H. Goitom ('76)

Helsingborg 1 - 0 Frej
1-0 Andri Rúnar Bjarnason ('91)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner