Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Fyrstu stig Leverkusen komin í hús
Kai Havertz gerði eina markið í sigri Leverkusen.
Kai Havertz gerði eina markið í sigri Leverkusen.
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen náði í sín fyrstu stig í þýsku deildinni þegar Mainz kíkti í heimsókn fyrr í dag.

Heimamenn voru talsvert betri í fyrri hálfleik en náðu ekki að koma knettinum inn. Leikurinn snerist algjörlega við eftir leikhlé og stjórnuðu gestirnir leiknum.

Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Kai Havertz kom Leverkusen yfir í síðari hálfleik. Gestirnir náðu ekki að jafna þrátt fyrir mikla pressu og sóknarþunga en eru enn ofarlega á töflunni, með sjö stig eftir fjórar umferðir.

Eintracht Frankfurt og RB Leipzig mættust í seinni leik dagsins og komust heimamenn í Frankfurt yfir með marki frá Gelson Fernandes.

Emil Forsberg jafnaði fyrir Leipzig með marki úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Leipzig er með fimm stig og Frankfurt með fjögur.

Bayer Leverkusen 1 - 0 Mainz
1-0 Kai Havertz ('62 )

Eintracht Frankfurt 1 - 1 RB Leipzig
1-0 Gelson Fernandes ('26 )
1-1 Emil Forsberg ('54 , víti)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner