Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U17 kvenna tryggði sér farseðilinn í milliriðil
Clara skoraði þrennu.
Clara skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stúlkurnar í U17 landsliði Íslands eru komnar í milliriðil í undankeppni fyrir EM eftir stórsigur gegn Moldavíu í gær. Riðillinn fer fram í Moldavíu og var því Ísland að spila á móti heimaliðinu.

Clara Sigurðardóttir úr ÍBV skoraði þrjú mörk, Ída Marín Hermannsdóttir, María Catharina Ólafsdóttir Gros og Andrea Marý Sigurjónsdóttir eitt hvor í 6-0 sigri.

Sigurinn þýðir það að farseðillinn í milliriðla er staðfestur en tvö efstu lið riðilsins fara í milliriðla. Ísland er með sex stiga eftir tvo leiki, rétt eins og England.

Ísland mætir Englandi á þriðjudaginn og hefst sá leikur klukkan 12:00.

Byrjunarlið Íslands:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)
Arna Eiríksdóttir (F)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz
Andrea Marý Sigurjónsdóttir
Hrefna Steinunn Aradóttir
Clara Sigurðardóttir
Þórhildur Þórhallsdóttir
Valgerður Ósk Valsdóttir
María Catharina Ólafsdóttir Gros
Tinna Harðardóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner