Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 14:04
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne, Lewandowski og Neuer tilnefndir hjá UEFA
Lewandowski er talinn sigurstranglegastur.
Lewandowski er talinn sigurstranglegastur.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
UEFA tilkynnti í dag hvaða þrír leikmenn urðu í efstu sæt­um í kjör­inu á fótboltamanni ársins. Það telst sögulegt að hvorki Li­o­nel Messi né Cristiano Ronaldo eru meðal þriggja efstu.

Robert Lewandowski skoraði 55 mörk í 47 leikjum þegar Bayern München vann þrennuna. Þá skoraði hann 15 mörk í Meistaradeildinni og varð markakóngur

Lewandowski er talinn sigurstranglegastur.

Liðsfélagi hans, Manuel Neuer hjá Bayern München er einnig tilnefndur. Markvörðurinn hélt markinu sex sinnum hreinu á leið að Meistaradeildarsigrinum.

Þá er Kevin De Bruyne hjá Manchester City einnig á listanum en Belginn átti 20 stoðsendingar og skoraði 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Aðrir í topp tíu:
4 Lionel Messi (Barcelona) 53 atkvæði
= Neymar (Paris Saint-Germain) 53
6 Thomas Müller (Bayern) 41
7 Kylian Mbappé (Paris Saint-Germain) 39
8 Thiago Alcántara (Bayern) 27
9 Joshua Kimmich (Bayern) 26
10 Cristiano Ronaldo (Juventus) 25

Allir þrír sem urðu efstir í kjörinu á þjálfara ársins eru frá Þýskalandi:

Hansi Flick tók við Bayern München í fjórða sæti þýsku deildarinnar en skilaði liðinu á toppinn og vann þrennuna með liðinu. Jurgen Klopp stýrði Liverpool til langþráðs Englandsmeistaratitils og er að sjálfsögðu tilnefndur en þeir tveir eru báðir sigurstranglegir.

Sá þriðji er svo hinn 33 ára Julian Nagelsmann hjá RB Leipzig sem varð yngsti þjálfarinn til að stýra liði til sigurs í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. RB Leipzig komst í undanúrslit.

Aðrir í topp tíu:
4 Thomas Tuchel (Paris Saint-Germain) – 76
5 Gian Piero Gasperini (Atalanta) – 68
6 Julen Lopetegui (Sevilla) – 57
7 Rudi Garcia (Lyon) – 32
8 Zinédine Zidane (Real Madrid) – 25
9 Josep Guardiola (Manchester City) – 11
10 Antonio Conte (Inter) – 9
Mun Ísland vinna Ísrael í umspilinu um EM sæti?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner