fös 23. september 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli ánægður með Loga: Ýtti mér helling þegar ég var í Víkingi
Logi á æfingu með U21
Logi á æfingu með U21
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson, leikmaður U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net í gær um leikinn gegn Tékklandi sem fram fer í dag. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í lokakeppni EM og hefst hann klukkan 16:00. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og seinni leikur liðanna fer fram í Tékklandi á þriðjudag.

Atli er í dag leikmaður SönderjyskE í Danmörku en lék tímabilin 2020 og 2021 með Víkingi.

„Ég held ég hafi horft á alla leiki hjá Víkingi, þeir eru bara mjög flottir, gott lið og Arnar frábær þjálfari. Þeir eru búnir að vera kannski smá óheppnir upp á síðkastið með meiðsli og að missa leiki niður í jafntefli og svoleiðis, en flott lið."

Víkingsliðið hefur skorað meira í sumar en liðið gerði í fyrra, en einnig fengið fleiri mörk á sig.

„Mér finnst alltaf gaman að horfa á Víking, Ég þekki Arnar, þekki hvernig liðið spilar og það er gaman að horfa á þá kannski öðruvísi en almenningur horfir á þá."

Logi Tómasson hefur fengið stærra hlutverk í liði Víkings eftir að Atli var seldur. Logi hefur átt frábært tímabil, skorað fimm mörk í 21 leik. Logi er einnig í U21 hópnum.

„Hann er frábær, ég er hrikalega ánægður með Loga. Hann er búinn að standa sig hrikalega vel í sumar. Hann á þetta skilið, ýtti mér helling þegar ég var í Víkingi og við ýttum hvor öðrum mikið. Það er gaman að hann sé hérna líka með okkur," sagði Atli.
Atli Barkar: Gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner