Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. september 2022 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Rice segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur - „Treystið mér, við verðum góðir"
Declan Rice
Declan Rice
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Declan Rice segir að landsmenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af gengi liðsins í Þjóðadeildinni og að allir verði klárir fyrir HM sem fer fram í Katar eftir tvo mánuði.

England féll niður í B-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld eftir 1-0 tap fyrir Ítalíu en liðið er aðeins með tvö stig í riðlinum þegar einn leikur er eftir.

Liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum en það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli við Þýskaland.

Rice, sem spilar fyrir West Ham, segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af úrslitunum.

„Þetta er augljóslega mikil vonbrigði. Við förum inn í öll mót til að vinna þau. Við höfum spilað undir getur í Þjóðadeildinni en þetta var ekki svo slæmt í kvöld. Þetta er að lagast og mér fannst frammistaðan mun betri í kvöld en hún var í sumar."

„Það er ekki það að við séum ekki að skapa færi. Ég sé það á æfingum og leikum okkur að því að skora þar,"
sagði Rice.

HM í Katar hefst í nóvember og hafa margir áhyggjur af stöðunni en Rice er rólegur.

„Treystið mér, við verðum góðir," sagði Rice í lokin.
Athugasemdir
banner