mið 23. október 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Sterling gæti spilað aftur daginn eftir
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling er kominn með 16 mörk í 17 leikjum á þessu tímabili með Manchester City og enska landsliðið eftir þrennu í 5-1 bursti á Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Hinn 24 ára gamli Sterling hefur einnig lagt upp tíu mörk á tímabilinu og hann fékk mikið lof hjá Pep Guardiola, stjóra City, eftir leikinn í gær.

„Hann á allt hrós skilið. Líkamlega er hann ótrúlegur, hann er svo sterkur," sagði Guardiola.

„Daginn eftir leik gæti hann strax spilað annan leik. Hann er ótrúlega fljótur að jafna sig."

„Hann getur spilað á báðum köntum, hann er fljótur og hjálpar okkur mikið varnarlega. Hann er stórkostlegur leikmaður."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner