Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. október 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Hreinn úrslitaleikur um meistaratitilinn í Færeyjum
Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Lokaumferð færeysku úrvalsdeildarinnar verður leikin á laugardaginn en í Færeyjum stendur tímabilið yfir frá mars til loka október, allir vellirnir eru með gervigrasi.

Efsta deildin, Betri-deildin eins og hún heitir, er skipuð tíu liðum og leikin er þreföld umferð. Alls 27 umferðir.

Mótið hefur spilast á þann veg að í lokaumferðinni verður hreinn úrslitaleikur um Færeyjameistaratitilinn. B36 frá Þórshöfn tekur þá á móti KÍ frá Klaksvík. Bæði lið eru með 63 stig fyrir lokaumferðina en KÍ dugir jafntefli þar sem liðið hefur betri markatölu.

Mikil spenna er fyrir úrslitaleiknum í Færeyjum og hafa aðrir leikir umferðarinnar verið færðir fyrr á daginn svo allir geti séð sjálfan úrslitaleikinn.

Guðjón Þórðarson og lærisveinar Í NSÍ enda í þriðja sætinu en þeir eiga leik gegn ÍF frá Fuglafirði sem er í neðsta sætinu.

Heimir Guðjónsson og lærisveinar í HB eru í fjórða sæti en þeir eru ríkandi meistarar. Brynjar Hlöðversson spilar fyrir HB sem varð bikarmeistari á tímabilinu. Í lokaumferðinni mætir HB liði AB Argir á útivelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner