Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. október 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Jói Harðar framlengir við Start - Fer hann upp með liðið?
Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson.
Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson.
Mynd: IK Start
Jóhannes Harðarson hefur skrifað undir nýjan samning við norska félagið Start og er nú bundinn félaginu til 2021.

Tor-Kristian Karlsen, íþróttastjóri Start, segir að mikil ánægja sé með starf Íslendingsins og hann hafi ásamt teymi sínu unnið vel að því að taka næsta skref með liðið.

Karlsen segir að mikil trú sé á Jóhannesi og hann hafi ungt og spennandi lið í höndunum sem gæti fest sig í sessi í efstu deild með tíð og tíma.

Jóhannes tók við sem aðalþjálfari Start í apríl á þessu ári en hann hafði verið aðstoðarþjálfari Kjetil Rekdal sem var óvænt rekinn. Skagamaðurinn lék á sínum tíma með Start.

„Fyrst og fremst er mikill heiður að halda áfram í þessu starfi. Þá er þetta viðurkenning á góða hluti sem liðið hefur gert. Þetta hefur verið gott tímabil að mörgu hluti," segir Jóhannes sem vonast til að byggja enn frekar ofan á árangurinn í ár.

Það eru þrjár umferðir eftir af norsku B-deildinni en Start er í þriðja sæti, þremur stigum frá öðru sætinu. Tvö efstu lið deildarinnar fara beint upp í norsku úrvalsdeildina en liðin í sætum 3-6 fara í umspil.

Aron Sigurðarson leikur með Start en hann hefur skorað þrettán mörk á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner