mið 23. október 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Juventus skoðar mál Mandzukic - Gæti farið strax
Úti í kuldanum hjá ítölsku meisturunum.
Úti í kuldanum hjá ítölsku meisturunum.
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, segir að félagið sé að reyna að finna lausn fyrir króatíska framherjann Mario Mandzukic en hann er úti í kuldanum hjá Maurizio Sarri þjálfara liðsins.

Hinn 33 ára gamli Mandzukic hefur verið sterklega orðaður við Manchester United.

„Við erum að ræða við Mandzukic til að finna bestu lausnina," sagði Paratici. „Við erum opnir fyrir öllu, hvort sem það er að vera áfram hér eða fara annað. Við erum að finna bestu lausnina fyrir báða aðila."

Mandzukic æfir ekki með liðsfélögum sínum þessa dagana og Paratici segir vel koma til greina að leyfa honum að fara strax til æfinga hjá nýju félagi ef að samningar nást áður en félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

„Mandzukic er ekki að æfa með okkur. Ef við náum samkomulagi þá er ég opinn fyrir öllu," sagði Paratici.
Athugasemdir
banner
banner
banner