Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. október 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski búinn að skora meira en Nistelrooy
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski skoraði tvennu er FC Bayern lagði Olympiakos að velli í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Pólski sóknarmaðurinn er þar með búinn að skora 58 mörk í Meistaradeildinni og er orðinn fimmti markahæsti leikmaður í sögu keppninnar, aðeins tveimur mörkum eftir Karim Benzema. Lewandowski er tveimur mörkum yfir Ruud van Nistelrooy.

Cristiano Ronaldo trónir á toppinum með 127 mörk og er Lionel Messi í öðru sæti með 112 mörk. Raúl González, fyrrum sóknarmaður Real Madrid, er í þriðja sæti með 71 mark.

Það verður áhugavert að sjá hvort Lewandowski og Benzema takist að klifra yfir Raúl.

Lewandowski, 31 árs, er búinn að vera í fantaformi á tímabilinu og er kominn með 18 mörk í 13 leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner