Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. október 2019 09:11
Magnús Már Einarsson
Mandzukic færist nær Man Utd - Sancho til Liverpool?
Powerade
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Mario Mandzukic
Mario Mandzukic
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með helstu kjaftasögur dagsins. Njótið!



Áhugi Manchester United á Mario Manduzkic (30) framherja Juventus er orðinn meiri eftir að hann lækkaði launakröfur sínar. (Sun)

Real Madrid hefur tilkynnt Brahim Diaz (20) að félagið vilji selja hann. (Mail)

Isco (27), miðjumaður Real Madrid, verður einn af þeim sem yfirgefur félagið í janúar. (Mail)

Real Madrid vill fá 30 milljónir punda fyrir miðjumanninn Dani Ceballo (23). Ceballos er á láni hjá Arsenal en enska félagið bauð 26 milljónir punda í hann á dögunum. (Metro)

Real Madrid gæti hætt við að fá Christian Eriksen (27) frá Tottenham eftir góða frammistöðu miðjumannsins Federico Valverde (21) á þessu tímabili. (Sun)

Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Liverpool, segist hafa heyrt að félagið hafi áhuga á Jadon Sancho (19) kantmanni Dortmund. (Mirror)

Newcastle hefur blásið á ummæli Jaap Stam um að félagið hafi viljað fá hann sem stjóra í sumar. (Chronicle)

Manchester United borgaði 80 milljónir punda á borðið fyrir Harry Maguire (26) varnarmann Leicester í sumar. (Telegraph)

Zlatan Ibrahimovic (38) vill snúa aftur í Serie A en samningur hans hjá LA Galaxy er að renna út. (CalcioMercato)

Njósnarar frá Newcastle, Arsenal, Liverpool, Southampton og Norwich fylgdust með Aaron Hickey (17) varnarmanni Hearts í leik gegn Rangers um helgina. (Sun)

Líklegt er að bætt verði við sérstökum skiptingum vegna höfuðmeiðsla á næsta tímabili. (Telegraph)

Manchester City sendi njósnara sína til að fylgjast með miðjumanninum Sandro Tonali (19) spila með Brescia í gærkvöldi. (La Gazzetta dello Sport)

Inter Miami, nýtt félag David Beckham, hefur birt myndir af leikvangi félagsins sem mun taka 26 þúsund áhorfendur sæti. Ofan á vellinum verður bar þar sem eru meðal annars pálmatré. (Mail)

Barcelona segir ekki rétt að félagið hafi greitt Atletico Madrid 15 milljónir evra til að leysa deilur með Antoine Griezmann. Barcelona segist hafa greitt þessa upphæð til að tryggja sér forkaupsrétt á fimm leikmönnum Atletico. (Sport)

Juventus og AC Milan eru á meðal félaga sem vilja fá Nathan Ferguson (19) varnarmann WBA. (Sun)

Nicky Butt, yfirmaður akademíu Manchester United, segir að nokkrir leikmenn séu að koma upp hjá félaginu sem geti fetað í fótspor Marcus Rashford og látið til sín taka með aðalliðinu. (Goal)

Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður Tottenham, segir að fjórir eða fimm leikmenn í leikmannahópi félagsins viti að þeir séu á förum í janúar eða næsta sumar. (Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner