Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. október 2019 11:41
Elvar Geir Magnússon
Sagt að Bayern og United horfi til Rangnick
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Guardian segir að Bayern München horfi til Ralf Rangnick sem möguleika ef frammistaða liðsins batnar ekki undir stjórn Niko Kovac.

Manchester United er einnig sagt horfa til Rangnick ef Ole Gunnar Solskjær hverfur á braut.

Kovac er undir pressu eftir 2-2 jafntefli gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg um helgina og 3-2 ósannfærandi sigurs gegn Olympiacos í Meistaradeildinni í gær.

Rangnick er yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull eftir að hafa stýrt RB Leipzig. Hann er sagður vilja starfa í ensku úrvalsdeildinni.

Rangnick, sem er 61 árs, er þekktur fyrir að gera lið betri með því að bæta leikmenn sem eru til staðar.

Hann var á dögunum spurður út í hvort hann gæti tekið við Manchester United og sagði að það væri eitthvað sem hann þyrfti að skoða ef sú staða kæmi upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner