mið 23. október 2019 11:34
Elvar Geir Magnússon
U15 tapaði sannfærandi fyrir Rússlandi
Byrjunarlið U15 landsliðs karla í dag.
Byrjunarlið U15 landsliðs karla í dag.
Mynd: KSÍ
U15 ára landslið karla tapaði 0-3 fyrir Rússlandi á UEFA móti í Póllandi.

Rússland byrjaði leikinn mun betur og komst í 1-0 strax á 10. mínútu. Eftir markið komst Ísland betur inn í leikinn, áttu nokkrar góðar sóknir og rétt undir lok fyrri hálfleiks var Rúrik Gunnarsson nálægt því að skora eftir góðan undirbúning Birkis Jakobs Jónssonar en skotið fór í slána.

Rússland byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og skoruðu strax eftir um 5. mínútna leik. Stuttu síðar komust þeir einir í gegn, en Heiðar Máni Hermannsson varði vel í marki Íslands.

Rússar bættu við einu marki í viðbót rétt undir lok leiksins og 0-3 tap því staðreynd hjá Íslandi.

Í vikunni tapaði Ísland gegn Bandaríkjunum 1-2. Strákarnir mæta Póllandi á föstudaginn í síðasta leik liðsins á mótinu.

Byrjunarliðið
Heiðar Máni Hermannsson (M)
Hákon Orri Hauksson
Andri Clausen
Adrían Nana Boateng
Tómas Atli Björgvinsson
Ágúst Orri Þorsteinsson
Rúrik Gunnarsson
Tómas Breki Steingrímsson
Daníel Freyr Kristjánsson
Bjarki Már Ágústsson
Birkir Jakob Jónsson (f)
Athugasemdir
banner
banner
banner