Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. október 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Newcastle semur við múrara úr áströlsku D-deildinni
Góður vinur Saint-Maximin
Steve Bruce stjóri Newcastle.
Steve Bruce stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur óvænt gert eins árs samning við franska framherjann Florent Indalecio. Hinn 23 ára gamli Indalecio æfði með Newcastle í sumar en hann er góður vinur Allan Saint-Maximin, kantmanns félagsins.

Florent spilaði síðast í fjórðu efstu deild í Ástralíu á sama tíma og hann starfaði sem múrari. Saga hans er áhugaverð en Florent hefur sigrast á krabbameini á ferli sínum. 15 ára gamall var hann rekinn frá St Etienne í Frakklandi fyrir slæma hegðun.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir að vinskapurinn við Saint-Maximin sé ekki eina ástæðan fyrir því að Florent fékk samning hjá félaginu.

„Það hjálpar klárlega að Allan er félagi hans en ekki misskilja mig, við fengum hann ekki bara af því að þeir eru vinir. Hann hefur hæfileika. Annars hefði hann ekki komið," sagði Bruce.

„Við ákváðum að taka smá áhættu og sjá hvernig hann stendur sig á þessu ári. Hann kom á reynslu fyrir tilstuðlan Allan í sumar. Hann hefur æft með unglingaliðinu undanfarnar sex vikur og hann hefur eitthvað."

„Við sjáum hvernig hann mun vaxa og hvort hann verði nægilega góður til að spila fyrir Newcastle en við munum gefa honum tækifæri."


Hér að neðan má sjá glæsilegt mark sem Florent skoraði á æfingu hjá Newcastle.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner