Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. nóvember 2020 19:35
Brynjar Ingi Erluson
England: Burnley upp úr fallsæti eftir sigur á Palace
Chris Wood fagnar marki sínu ásamt leikmönnum Burnley
Chris Wood fagnar marki sínu ásamt leikmönnum Burnley
Mynd: Getty Images
Burnley 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Chris Wood ('8 )

Burnley lagði Crystal Palace að velli, 1-0, er liðin mættust á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Chris Wood gerði eina markið í upphafi leiksins.

Wood kom Burnley á bragðið á 8. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson átti fyrirgjöf inn í teiginn en Cheikhou Kouyate tókst ekki að hreinsa boltann lengra en á Jay Rodriguez sem lagði upp fyrir Wood sem skoraði örugglega.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Jóhann Berg var nálægt því að bæta við öðru marki á 56. mínútu en skot hans fór í þverslá. Hann fór af velli um það bil tíu mínútum síðar.

Nick Pope átti stóra vörslu undir lokin er Christian Benteke fékk boltann í teignum en Pope sá við honum. Lokatölur 1-0 fyrir Burnley sem er nú með fimm stig og komið úr fallsæti. Palace er áfram í 10. sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner