Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. nóvember 2021 15:35
Elvar Geir Magnússon
Notaði falsaða vottorðið til að komast í gleðskap - „Gerist ekki glórulausara"
Markus Anfang.
Markus Anfang.
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markus Anfang sagði af sér sem þjálfari Werder Bremen um helgina en hann er sakaður um að hafa falsað bólusetningarvottorð.

Hann hefur fengið útreið í þýskum fjölmiðlum, gagnrýnin jókst enn frekar eftir að í ljós kom að hann notaði falsaða vottorðið til að mæta á gleðskap sem aðeins var ætlaður þeim sem eru bólusettir eða hafa jafnað sig af Covid-19.

Myndir hafa birst af honum frá hátíðinni, sem var þann 11. nóvember, en hann mætti í kokkabúningi og virtist skemmta sér vel.

Anfang tilkynnti afsögn sína á laugardagsmorgninum síðasta en þessi fyrrum stjóri Kiel, Kiel og Darmstadt hafði verið ráðinn til Werder Bremen í júní.

Þegar Anfang var ráðinn sagðist hann ekki hafa fengið bólusetningu en myndi fá sér við fyrsta tækifæri. Í ágúst smitaðist leikmaður liðsins af veirunni og þá var Anfang sendur í sóttkví þar sem hann hafði ekki fengið bóluefni.

Þegar annar leikmaður liðsins smitaðist í nóvember var Anfang skyndilega kominn með bólusetningarvottorð. Vottorðið sagði að hann hefði fengið tvo skammta, þann fyrri í apríl og seinni í júní.

Staðsetningarnar og tímasetningarnar á vottorðinu vöktu strax grunsemdir. Fyrri sprautan var skráð í Köln á sama degi og hann stýrði sínu fyrrum liði Darmstadt í Würzburg, 320 kílómetrum frá borginni. Bólusetningarmiðstöðin í Köln segist ekki hafa neinar skráningar um komu Anfang.

Florian Junge, aðstoðarmaður Anfang, hefur líka sagt af sér en hann er einnig sakaður um að hafa framvísað fölsku bólusetningarvottorði. Þeir eiga yfir höfði sér sekt og gætu verið sviptir þjálfararéttindum ef sekt er sönnuð.

„Það var algjörlega ábyrgðarlaust af honum að mæta á hátíðarhöldin í miðjum heimsfaraldri. Það gerist ekki glórulausara herra Anfang!" skrifaði þýska blaðið Bild.


Athugasemdir
banner