lau 23. desember 2017 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Burnley og Spurs: Jói Berg á vinstri kanti
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson er á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem mætir Tottenham í evrópubaráttunni í dag.

Jóhann Berg er á vinstri kanti og fær Scott Arfield að spila á hægri kantinum. Chris Wood er fremstur og heldur Sam Vokes, Ashley Barnes og Jonathan Walters á bekknum.

Það er ekki margt sem kemur á óvart í byrjunarliði Tottenham. Moussa Sissoko er í byrjunarliðinu og er nafni hans Moussa Dembele á bekknum.

Ben Davies heldur Danny Rose úr byrjunarliðinu og er Son Heung-min á vinstri kanti.

Burnley er í sjötta sæti deildarinnar, með einu stigi meira en Tottenham sem er í sjöunda sæti.

Burnley getur jafnað Liverpool á stigum í fjórða sæti með sigri á meðan Tottenham getur jafnað Arsenal á stigum í því fimmta.

Burnley: Pope; Bardsley, Long, Mee, Taylor; Arfield, Cork, Hendrick, Defour, Guðmundsson; Wood
Varamenn: Lindegaard, Lowton, Westwood, Walters, Wells, Vokes, Barnes

Tottenham: Lloris (C); Aurier, Sanchez, Vertonghen, Davies; Dier, Sissoko; Eriksen, Dele, Son; Kane.
Varamenn: Vorm, Trippier, Rose, Foyth, Dembele, Lamela, Llorente
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner