Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. desember 2017 18:58
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Byrjunarlið Leicester og Man Utd: Lukaku byrjar hjá United - Zlatan á bekknum
Lukaku kemur aftur inn í byrjunarlið Man Utd en Rashford er á bekknum.
Lukaku kemur aftur inn í byrjunarlið Man Utd en Rashford er á bekknum.
Mynd: Getty Images
Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Leicester City og Manchester United, flautað verður til leiks klukkan 19:45.

Bæði liðin féllu úr leik í enska deildabikarnum í vikunni, Man City sló Leicester út á þriðjudaginn og Man Utd tapaði fyrir Bristol City á miðvikudaginn.

Zlatan Ibrahimovic sem byrjaði gegn Bristol City í vikunni er á bekknum en Romelu Lukaku kemur inn í byrjunarliðið í hans stað.

Hjá Leicester eru margar breytingar frá leiknum í deildabikarnum í vikunni enda fengu margir tækifæri í liði Leicester á þriðjudaginn.

Byrjunarlið Leicester City: Schmeichel, Simpson, Maguire, Morgan, Fuchs, Iborra, Ndidi, Mahrez, Albrighton, Gray, Vardy.

Varamenn: Hamer, Chilwell, Amartey, Dragovic, King, Slimani, Okazaki.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Lindelof, Jones, Smalling, Young, Matic, Pogba, Mata, Lingard, Martial, Lukaku.

Varamenn: Romero, Rojo, Shaw, Herrera, Mkhitaryan, Rashford, Ibrahimovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner