Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 23. desember 2017 16:54
Ívan Guðjón Baldursson
England: Aguero með sýningu á Etihad
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero fékk að spila allan leikinn í 4-0 sigri Manchester City gegn Bournemouth. Sóknarmaðurinn hefur kvartað undan því að vera tekinn af velli snemma og voru orðrómar farnir á kreik um að hann væri óhamingjusamur vegna þess.

Argentínumaðurinn endurgald traustið með því að skora tvö mörk og leggja eitt upp. Gabriel Jesus var geymdur á bekknum allan leikinn.

Nýliðunum gekk vel þar sem Brighton og Newcastle höfðu betur gegn Watford og West Ham á meðan Huddersfield gerði jafntefli gegn Southampton.

Stoke lagði West Brom að velli og Swansea náði sér í stig gegn Crystal Palace.

Man City 4 - 0 Bournemouth
1-0 Sergio Aguero ('27)
2-0 Raheem Sterling ('53)
3-0 Sergio Aguero ('79)
4-0 Danilo ('85)

West Ham 2 - 3 Newcastle
1-0 Marko Arnautovic ('6)
1-1 Henri Saivet ('10)
1-2 Mohamed Diame ('52)
1-2 Andre Ayew, misnotað víti ('56)
1-3 Christian Atsu ('60)
2-3 Andre Ayew ('68)

Brighton 1 - 0 Watford
1-0 Pascal Gross ('64)

Southampton 1 - 1 Huddersfield
1-0 Charlie Austin ('24)
1-1 Laurent Depoitre ('64)

Swansea 1 - 1 Crystal Palace
0-1 Luka Milivojevic ('59, víti)
1-1 Jordan Ayew ('77)

Stoke 3 - 1 West Brom
1-0 Joe Allen ('19)
2-0 Choupo-Moting ('45)
2-1 Salomon Rondon ('51)
3-1 Ramadan Sobhi ('95)
Athugasemdir
banner
banner