lau 23. desember 2017 20:28
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ísrael: Viðar Örn skoraði í sigri Maccabi
Viðar er að gera það gott í Ísrael.
Viðar er að gera það gott í Ísrael.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maccabi Tel Aviv 2-1 Hapoel Ironi Kiryat Shmona
1-0 Viðar Örn Kjartansson ('19)
1-1 Ahmed Abed ('44)
2-1 Nick Blackman ('54)

Rautt spjald: Kpehi Didier Brossou, Hapoel ('65)

Viðar Örn Kjartansson og félagar í Maccabi Tel Aviv fengu Hapoel Ironi Kiryat Shmona í heimsókn í kvöld.

Það var Viðar Örn sem skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu, Ahmed Abed jafnaði svo metin fyrir gestina í lok fyrri hálfleiks.

Nick Blackman skoraði svo markið sem tryggði Maccabi Tel Aviv stigin þrjú þegar níu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Viðar og félagar fóru í þriðja sæti ísraelsku deildarinnar með sigrinum og eru þar með 29 stig, þremur stigum á eftir toppliði Hapoel Haifa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner