Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. desember 2017 15:58
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Annað tap Inter í röð - Emil kom við sögu
Mynd: Getty Images
Emil Hallfreðsson lék síðasta hálftímann í stórsigri Udinese gegn Verona í dag. Heimamenn voru tveimur mörkum yfir þegar Emil kom inn og bættu þeir við tveimur í viðbót á lokakaflanum.

Napoli og Sampdoria mættust í afar fjörugum leik þar sem gestirnir komust tvisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik en heimamenn náðu að jafna og gera sigurmark.

Inter tapaði þá öðrum leik sínum í röð og öðrum leiknum á tímabilinu á útivelli gegn fallbaráttuliði Sassuolo. Mauro Icardi misnotaði vítaspyrnu í leiknum.

Nýliðar Spal lentu tveimur mörkum undir gegn Torino en náðu að koma til baka og tryggja sér mikilvægt stig. Þá virtist Benevento vera við það að ná í sitt annað stig á tímabilinu þegar Gianluca Lapadula skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma og tryggði Genoa sigurinn.

Þá fór Lazio illa með Crotone í fyrsta leik dagsins þar sem Jordan Lukaku, yngri bróðir Romelu, skoraði fyrsta mark leiksins.

Lazio 4 - 0 Crotone
1-0 Jordan Lukaku ('56)
2-0 Ciro Immobile ('78)
3-0 Senad Lulic ('86)
4-0 Felipe Anderson ('89)

Napoli 3 - 2 Sampdoria
0-1 Gaston Ramirez ('2)
1-1 Allan ('16)
1-2 Fabio Quagliarella ('27, víti)
2-2 Lorenzo Insigne ('33)
3-2 Marek Hamsik ('39)
Rautt spjald: Mario Rui, Napoli ('77)

Sassuolo 1 - 0 Inter
1-0 Diego Falcinelli ('34)
1-0 Mauro Icardi, misnotað víti ('49)

Udinese 4 - 0 Verona
1-0 Antonin Barak ('28)
2-0 Silvan Widmer ('44)
3-0 Antonin Barak ('68)
4-0 Kevin Lasagna ('80)

Spal 2 - 2 Torino
0-1 Iago Falque ('1)
0-2 Iago Falque ('10)
1-2 Federico Viviani ('42)
2-2 Mirco Antenucci ('69, víti)

Genoa 1 - 0 Benevento
1-0 Gianluca Lapadula ('92, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner