lau 23. desember 2017 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Valverde: Of snemmt til að tala um titilinn
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde telur Real Madrid hafa spilað vel er Börsungar höfðu betur með þremur mörkum gegn engu á Santiago Bernabeu í dag.

Valverde segir sigurinn senda sterk skilaboð til allra sem efast um gæði Barcelona eftir brottför Neymar.

„Þetta voru skilaboð til allra sem efast um okkur. Þeir spiluðu vel í dag en knattspyrna er óútreiknanleg íþrótt," sagði Valverde eftir sigurinn.

„Pressan þeirra í fyrri hálfleik olli okkur vandræðum en við stjórnuðum seinni hálfleiknum og sköpuðum mikið af færum.

„Við vorum lélegir að gera ekki út af við leikinn strax eftir rauða spjaldið."


Valverde telur það vera of snemmt til að tala um titilmöguleika, enda sé tímabilið varla hálfnað.

„Við erum ekki með aðra höndina á titlinum, tímabilið er varla hálfnað, það eru ennþá tveir leikir eftir af fyrri umferðinni.

„Við erum með gott forskot á toppnum en það þýðir ekki neitt. Það sem skiptir máli er hvernig taflan mun líta út í vor."

Athugasemdir
banner
banner
banner