Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. desember 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Casillas snýr aftur heim
David Beckham og Casillas þegar þeir léku saman hjá Real Madrid.
David Beckham og Casillas þegar þeir léku saman hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur tilkynnt það að Iker Casillas er mættur til starfa hjá félaginu. Hann verður aðstoðarmaður framkvæmdastjórans Jose Angel Sanchez hjá Real Madrid sjóðnum (e. foundation.

Real Madrid sjóðurinn kynnir félagið og fótbolta út um allan heim. Sjóðurinn rekur íþróttaiðkun og fræðslu, og styður við bakið á jaðarhópum sérstaklega að því er kemur fram í grein Daily Mail.

Segja má að Casillas sé kominn heim en hann var lengi vel markvörður Real Madrid og er hann uppalinn hjá félaginu.

Casillas lagði hanskana á hilluna fyrr á þessu ári, 39 ára að aldri. Casillas fékk hjartaáfall á æfingu hjá Porto í maí í fyrra en er núna búinn að jafna sig á því.

Á ferli sínum vann Casillas fjölmarga titla með uppeldisfélagi sínu Real Madrid en hann gekk síðan í raðir Porto árið 2015. Þá vann hann HM 2010 sem og EM 2008 og 2012 með spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner