Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. desember 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eins og þeir hefðu aldrei æft varnartaktík"
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds.
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds.
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, ætlar ekki að breyta til hjá sér og fara að spila einhvern minni sóknarbolta en hann hefur verið að gera.

Leeds hefur vakið mikla athygli fyrir að spila mikinn sóknarleik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, en Leeds eru nýliðar í deildinni. Varnarleikurinn hefur ekki verið upp á marga fiska og tapaði liðið 6-2 gegn Manchester United um síðustu helgi.

Bielsa, sem er mjög virtur í knattspyrnuheiminum, ætlar ekki að breyta um leikstíl, en rætt var um hann í nýjasta þætti af Enska boltanum hlaðvarpinu.

„Þetta er frábært fyrir áhorfendur og fullt af mörkum," sagði Sigursteinn Brynjólfsson af Kop.is.

„Það var samt ekkert skynsamlegt í þessum leik hjá þeim. Það var galopið og það var eins og þeir hefðu aldrei æft varnartaktík, fyrr eða síðar. Þeir eru komnir með 30 mörk á sig sem er svakalegt," sagði hann jafnframt en Leeds er í 14. sæti deildarinnar.

„Mér langar til að senda Leeds vinum mínum kveðju. Það voru rosa margir búnir að fá sér Viking jólabjór, taka snakkið og hangikjötið út til að vera klárir fyrir fyrsta leikinn gegn Manchester United í 16 ár (í ensku úrvalsdeildinni). Það var búið eftir þrjár mínútur. Við skulum sjá hvar Leeds verður eftir tvo mánuði, ég veit ekki alveg með þetta," sagði Magnús Þór Jónsson.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Enski boltinn - Kampakátir Liverpool menn á toppnum
Athugasemdir
banner
banner
banner