Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. desember 2020 18:30
Aksentije Milisic
Eriksen líklega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Inter
Mynd: Getty Images
Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, segir að Christian Eriksen sé á sölulista hjá liðinu og gæti farið í næsta mánuði.

Eriksen er ekki á bekknum í kvöld en nú er í gangi leikur Inter og Hellas Verona í ítölsku deildinni. Eriksen fékk leyfi til að fara til Danmerkur og vera með eiginkonu sinni en þau eiga von á barni.

Eriksen gekk í raðir Inter snemma á árinu en hefur ekki náð að spila sig inn í liðið hjá Inter og virðist Antonio Conte, þjálfari Inter, hafa lítinn áhuga á að nota leikmanninn.

Undanfarið hefur hann einungis verið að fá nokkrar mínútur og hafa ítalskir fjölmiðlar fjallað um það að Conte sé að niðurlægja Eriksen með að setja hann inn á í uppbótartíma leikja.

„Það er rétt, hann er á sölulista og gæti farið í janúar. Hef ekkert slæmt að segja um Eriksen en hann hefur því miður ekki náð að finna sig hjá Inter. Hann gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik hérna," sagði Marotta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner