Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. desember 2020 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjögur úr fótbolta sem koma til greina sem íþróttamaður ársins
Allir þjálfarar og lið sem koma til greina úr fótbolta
Sara Björk verður að teljast býsna líkleg til að vinna verðlaunin.
Sara Björk verður að teljast býsna líkleg til að vinna verðlaunin.
Mynd: Getty images
Fjórir fótboltamenn koma til greina sem íþróttamaður ársins árið 2020. Búið er að gefa það út hvaða íþróttamenn eru á meðal tíu efstu í valinu.

Glódís Perla Viggósdóttir, Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir voru á topp tíu listanum í fyrra og þau eru aftur núna. Ingibjörg Sigurðardóttir, sem átti magnað tímabil með Vålerenga í Noregi, kemst einnig á listann í ár.

Glódís, Ingibjörg og Sara voru allar mikilvægar í góðum árangri kvennalandsliðsins á árinu, en liðið tryggði sér farseðilinn á EM í Englandi. Sara verður að teljast mjög líkleg til að hreppa verðlaunin í annað sinn þar sem hún vann Meistaradeild Evrópu með Lyon þar sem hún skoraði í úrslitaleiknum. Hún var valin íþróttamaður ársins 2018.

Gylfi Þór hefur tvisvar sinnum áður verið valinn íþróttamaður ársins, en hann leikur með Everton á Englandi og íslenska landsliðinu auðvitað.

Þá koma þrír fótboltaþjálfarar til greina í valinu á þjálfara ársins. Það eru nýráðinn þjálfari A-landsliðs karla, Arnar Þór Viðarsson, sem kom U21 landsliðinu á EM. Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, og Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, í Svíþjóð.

Þá eru einnig bara fótboltalið sem koma til greina í vali á liði ársins. Það eru Íslandsmeistarar kvenna, Breiðablik, U21 landslið karla og kvennalandsliðið sem tryggði sér farseðilinn á EM.

Topp 10 í stafrófsröð
Anton Sveinn McKee
Aron Pálmarsson
Bjarki Már Elísson
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðni Valur Guðnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Ingibjörg Sigurðardóttir
Martin Hermannsson
Sara Björk Gunnarsdóttir
Tryggvi Snær Hlinason

Þjálfarar:
Arnar Þór Viðarsson
Elísabet Gunnarsdóttir
Heimir Guðjónsson

Lið:
Breiðablik kvenna fótbolti
Ísland U21 karla fótbolti
Ísland A-landslið kvenna
Athugasemdir
banner
banner
banner