banner
   mið 23. desember 2020 10:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi: Mér líst bara vel á Arnar
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins, kveðst vera ánægður með ráðninguna á Arnari Þór Viðarssyni sem nýjum landsliðsþjálfara.

Arnar var í gær ráðinn til starfa sem nýr landsliðsþjálfari. Hann tekur við starfinu af Erik Hamren. Með Arnari í starfinu verður Eiður Smári Guðjohnsen.

„Mér líst bara vel á hann. Ég hef ekkert kynnst honum sem þjálfara, en ég hef bara heyrt góða hluti um hann. Hann hafði verið í þjálfun erlendis um nokkurt skeið áður en að hann kom heim. Vonandi kemur hann vel inn," sagði Gylfi í samtali við 433.is.

Undankeppnin fyrir HM í Katar 2022 verður leikin í heild sinni á næsta ári og þar er Ísland í riðli með Þýskalandi, Rúmeníu, Norður-Makedóníu, Armeníu og Liechtenstein. Arnar fer beint í alvöruna og fær enga æfingaleiki til að byrja með.

„Það eru mikilvægir tímar fram undan. Undankeppnin byrjar strax í mars og hann fær ekkert mikinn tíma til að koma inn með sínar hugmyndir. Það eru þrír leikir í mars, það er mikilvægt að við byrjum vel strax," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner