Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. desember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hans Viktor íþróttakarl ársins hjá Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis sem féll úr Pepsi Max-deildinni í haust, var valinn íþróttakarl ársins hjá félaginu.

Hans Viktor lék alla leiki Fjölnis á tímabilinu og er hann uppalinn í Grafarvoginum þar sem hann fór upp alla yngri flokka félagsins áður en hann braust inn í aðallið meistaraflokks sumarið 2016.

Fjölnir átti arfaslakt tímabil og endaði aðeins með 6 stig úr 18 leikjum. Hans Viktor var besti leikmaður liðsins og verður áfram hjá Fjölni í Lengjudeildinni á næsta ári. Þar verður markmiðið einfalt, að fara beint aftur upp.

Hans er 24 ára gamall og á 113 leiki að baki fyrir Fjölni.

Fanney Ragnarsdóttir úr körfuboltaliði Fjölnis var valin íþróttakona ársins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner