Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 23. desember 2020 21:49
Aksentije Milisic
Ítalía: Hernandez hetja AC Milan gegn Lazio - Andri spilaði í endurkomu hjá Bologna
Donnarumma ver frá Immobile.
Donnarumma ver frá Immobile.
Mynd: Getty Images
Andri Fannar var í byrjunarliði Bologna.
Andri Fannar var í byrjunarliði Bologna.
Mynd: Getty Images
Dzeko skoraði í kvöld.
Dzeko skoraði í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sjö leikir voru að klárast í Serie A deildinni á Ítalíu nú í kvöld en leikið var í 14. umferð deildarinnar.

Stærsta viðureign kvöldsins var leikur AC Milan og Lazio í Mílanó borg. Milan er ennþá taplaust á tímabilinu en liðið er í mikillri baráttu við granna sína í Inter í toppbaráttunni.

AC Milan byrjaði leikinn betur í kvöld og komst í 2-0 eftir 17 mínútna leik. Hakan Calhanoglu lagði upp fyrsta markið á Ante Rebic og skoraði síðan sjálfur úr vítaspyrnu.

Á 28. mínútu fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu og Ciro Immobile steig á punktinn. Gianluigi Donnarumma varði spyrnuna en Luis Alberto náði frákastinu og skoraði.

Immobile bætti hins vegar upp fyrir vítaklúðrið á 59. mínútu þegar hann skoraði eftir flotta sendingu frá Sergej Milinkovic-Savic. Þegar allt stefndi í jafntefli þá steig bakvörðurinn Theo Hernandez upp og tryggðir AC Milan þrjú stór stig.

Roma vann þá góðan heimasigur á Cagliari og er liðið komið í þriðja sæti deildarinnar. Napoli bjargaði þá stigi í blálokinn gegn Torino sem er í neðsta sæti deildarinnar.

Andri Fannar Baldursson var þá í fyrsta skiptið í byrjunarliði Bologna sem gerði 2-2 jafntefli gegn Atalanta á heimavelli. Andri Fannar spilaði 65. mínútur í kvöld.

Öll úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Bologna 2 - 2 Atalanta
0-1 Luis Muriel ('22 , víti)
0-2 Luis Muriel ('23 )
1-2 Takehiro Tomiyasu ('73 )
2-2 Nehuen Paz ('82 )

Milan 3 - 2 Lazio
1-0 Ante Rebic ('10 )
2-0 Hakan Calhanoglu ('17 , víti)
2-0 Ciro Immobile ('28 , Misnotað víti)
2-1 Luis Alberto ('28 )
2-2 Ciro Immobile ('59 )
3-2 Theo Hernandez ('90 )

Napoli 1 - 1 Torino
0-1 Armando Izzo ('56 )
1-1 Lorenzo Insigne ('90 )

Roma 3 - 2 Cagliari
1-0 Jordan Veretout ('11 )
1-1 Joao Pedro ('59 )
2-1 Edin Dzeko ('71 )
3-1 Gianluca Mancini ('77 )
3-2 Joao Pedro ('90 , víti)

Sampdoria 2 - 3 Sassuolo
0-1 Hamed Traore ('2 )
1-1 Fabio Quagliarella ('55 )
1-2 Francesco Caputo ('56 )
1-3 Domenico Berardi ('58 )
2-3 Keita Balde ('84 )
Rautt spjald: Keita Balde, Sampdoria ('90)

Spezia 1 - 2 Genoa
1-0 Mbala Nzola ('10 )
1-1 Mattia Destro ('15 )
1-2 Domenico Criscito ('73 , víti)

Udinese 0 - 2 Benevento
0-1 Gianluca Caprari ('9 )
0-2 Gaetano Letizia ('77 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner