mið 23. desember 2020 19:28
Aksentije Milisic
Ítalía: Öflugur útisigur hjá Inter
Mynd: Getty Images
Verona 1 - 2 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('52 )
1-1 Ivan Ilic ('63 )
1-2 Milan Skriniar ('69 )

Hellas Verona og Inter áttust við í fyrsta leik dagsins í Serie A deildinni á Ítalíu.

Hellas er um miðja deild á meðan Inter er í mikillri baráttu á toppi deildarinnar. Með sigri gat liðið komist tímabundið í efsta sætið.

Markalaust var í leikhléi en á 52. mínútu kom Argentínumaðurinn knái Lautaro Martinez gestunum yfir. Hann skoraði þá eftir undirbúning frá Achraf Hakimi.

Ivan Ilic jafnaði leikinn fyrir Hellas en það tók Inter aðeins sex mínútur að komast aftur yfir. Markið gerði varnarmaðurinn sterki Milan Skriniar.

Inter hélt út og vann því mjög mikilvægan sigur. Liðið er í efsta sæti með tveimur stigum meira en grannar sínir í AC Milan. AC á leik gegn Lazio í kvöld. Hellas Verona er í 9. sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner