Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. desember 2020 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Aron með magnað mark í góðum sigri Al Arabi
Mynd: Qatar Football - Twitter
Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Al Arabi unnu langþráðan sigur í úrvalsdeildinni í Katar í dag.

Al Arabi mætti Al Kharitiyath í botnbaráttuslag. Ibrahim Nasser Kala kom Al Arabi yfir á 16. mínútu og í byrjun seinni hálfleiks komst Al Arabi í 2-0.

Al Kharitiyath náði að komast aftur inn í leikinn á 50. mínútu, en skömmu síðar gerði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, stöðuna aftur þægilega fyrir Íslendingalið Al Arabi. Aron skoraði þá ótrúlegt mark fyrir aftan miðju.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 3-1 fyrir Al Arabi. Mikilvægur sigur fyrir liðið sem er ekki lengur á meðal neðstu tveggja í deildinni, heldur í níunda sæti með níu stig eftir tíu leiki. Auk Heimis eru Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi Al Arabi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner