Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. desember 2020 09:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool í baráttuna við Manchester-félögin um Grealish
Powerade
Grealish er hæfileikaríkur leikmaður.
Grealish er hæfileikaríkur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Alaba er eftirsóttur.
Alaba er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Rashford til Barcelona?
Rashford til Barcelona?
Mynd: Getty Images
Gleðilega Þorláksmessu kæru lesendur. Hér kemur slúður dagsins en það styttist í janúargluggann.



Liverpool hefur bæst við í kapphlaupið um Jack Grealish (25), miðjumann um Aston Villa. Manchester City og Manchester United hafa mikinn áhuga á honum. (Mirror)

Manchester United vonast til að geta haft betur gegn félögum á borð við Barcelona og Real Madrid í baráttunni um David Alaba (28), varnarmann Bayern München. Samningur hans við Bayern rennur út eftir tímabilið. (Mirror)

Chelsea og Liverpool vilja líka fá Alaba í sínar raðir. (Sun)

Manchester United og Liverpool eru á meðal félaga sem sýnt hafa Ozan Kabab (20), varnarmanni Schalke, áhuga. Þýska félagið hefur lækkað verðmiða sinn á honum úr 40 milljónum punda í 25. (Mail)

Arsenal ætlar að reyna að fá Christian Eriksen (28), danskan miðjumann Inter, í janúar. (Gazzetta dello Sport)

Liverpool ætlar að bjóða Mohamed Salah (28) stærri samning til að fæla burtu áhuga frá Barcelona, Paris Saint-Germain og Real Madrid. (Goal)

Leicester, West Ham og önnur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á James Tarkowski (29), varnarmanni Burnley, í janúar. (Eurosport)

Miðvörðurinn Jonny Evans (32) er við það að skrifa undir nýjan samning við Leicester. (Mail)

Liverpool hefur áhuga á Sven Botman (20), miðverði Lille í Frakklandi, og lítur á hann sem mögulegan félaga Virgil van Dijk í hjarta varnarinnar fyrir framtíðina. (Foot Mercato)

Leeds hefur áhuga á kantmanninum Adama Traore (24), sem hefur ekki verið að spila mikið með Wolves að undanförnu. (90 min)

Bayer Leverkusen er búið að hafa samband við Manchester United út af mögulegum kaupum á vinstri bakverðinum Brandon Williams (20). (Sky í Þýskalandi)

Leikmenn Arsenal munu lækka 25 prósent í launum ef liðið fellur úr ensku úrvalsdeildinni. (Mail)

Jordi Farre, sem kemur til greina sem næsti forseti Barcelona, segir að félagið verði að bæta við leikmönnum sóknarlega og nefndi hann Marcus Rashford (23), framherja Manchester United, sem einn af þeim leikmönnum sem hann dáist að. Hann lofar einnig að kaupa Neymar (28) aftur til félagsins. (90 min)

Birmingham City samþykkti tilboð frá Liverpool í Calum Scanlon (15) sem getur bæði spilað í vörn og á miðju. (Times)

Liverpool er búið að fá 142 milljónir punda greiddar frá Barcelona fyrir Philippe Coutinho (28). (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner