Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. desember 2020 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mexíkósk félög með yfirburði í CONCACAF
Mynd: Getty Images
Tigres tryggði sér langþráðan sigur í Meistaradeild Norður og Mið-Ameríku (CONCACAF) síðastliðna nótt.

Tigres, sem er frá Mexíkó, hafði betur gegn Los Angeles FC frá Bandaríkjunum í leik sem fram fór í Orlando í Flórída.

Þetta var endurkomusigur hjá Tigres og var það franski sóknarmaðurinn André-Pierre Gignac sem skoraði sigurmarkið á 84. mínútu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Tigres vinnur keppnina en þeir höfðum komist í þrjá úrslitaleiki frá 2016 og tapað þeim öllum. Loksins kom fyrsti sigurinn núna.

Félög frá Mexíkó hafa verið með mikla yfirburði í þessari keppni og unnið hana 15 sinnum í röð.

With Tigres victory over LAFC in the 2020 CONCACAF Champions League final, LigaMX teams extend their winning streak in the competition to 15 years in a row. The last non-LigaMX team to win the competition was Saprissa in 2005. from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner