Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. desember 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho um klefann hjá Stoke: Spurning fyrir öryggisyfirvöld
Mynd: Getty Images
Tottenham heimsækir Stoke City í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í dag og var Jose Mourinho spurður út í aðstæður í búningsklefa gestaliðsins á Britannia Stadium.

Mourinho frétti af ummælum Neil Warnock, stjóra Middlesbrough, frá því fyrr í desember, og fékk sent myndband af búningsklefanum. Warnock lýsti klefanum á Britannia sem svínastíu sem hann sjálfur hefði ekki einu sinni notað undir dýr en Mourinho neitaði að tjá sig. Hann hvatti þó 'fótbolta- og öryggisyfirvöld' til að skerast í leikinn.

„Ég er búinn að sjá myndband af umræddum búningsklefa. Kollegi minn sendi mér myndbandið en þetta er ekki eitthvað sem ég ætla að tjá mig um," sagði Mourinho.

„Þetta er spurning fyrir yfirvöldin, bæði fótbolta- og öryggisyfirvöldin, en ekki fyrir mig. Ég ætla ekki að vera vondi gaurinn sem segir eitthvað ljótt um búningsklefa liðsins sem heimsækir Stoke City."

Mourinho hefur oft lagt meira púður en aðrir í deildabikarinn og mun hann gera sitt besta til að passa að hans menn séu rétt stemmdir í kvöld.

„Við munum tefla fram blöndu af byrjunarliði og leikmönnum sem þurfa spiltíma. Við munum gera nokkrar breytingar, við þurfum að hvíla tvo eða þrjá lykilmenn."
Athugasemdir
banner
banner