Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. desember 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pirlo með súrt bragð í munninum - „Hugarfarið ekki rétt"
Andrea Pirlo.
Andrea Pirlo.
Mynd: Getty Images
Gærdagurinn var ekki góður fyrir Ítalíumeistara Juventus.

Liðið tapaði 3-0 á heimavelli gegn Juventus en áður en leikurinn kláraðist báru þau tíðindi að Napoli hefði unnið áfrýjun sína eftir að liðinu var dæmt tap gegn Juventus á upphafi ítalska Serie A tímabilsins. Nánar má lesa um það hérna.

Juventus er í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sjö stigum minna en topplið Milan. Juventus er með 11 stigum minna á þessu tímabili en á sama tímapunkti á síðustu leiktíð.

Andrea Pirlo, sem er á sinni fyrstu leiktíð sem stjóri, gagnrýndi leikmenn sína harðlega eftir tapið í gær. Juventus er núna að fara í vetrarfrí.

„Ég er með súrt bragð í munninum. Við vonuðumst til að enda 2020 vel, með sigri og mikilvægri frammistöðu. En við komum inn í leikinn illa og vorum ekki með það hugarfar að við vorum tilbúnir að vinna sama hvað það kostaði," sagði Pirlo.

„Í dag var hugarfarið ekki rétt. Við vorum að hugsa um fríið nú þegar og það gengur ekki. Við urðum að klára 2020 með sigri og það gerðist ekki."

„Ég er að reyna að koma hugmyndum mínum inn í hópinn, leikmennirnir eru að skilja þær og við höldum áfram með þetta plan sem við hófumst handa við í september. Við reynum að bæta okkur þegar við byrjum aftur," sagði Pirlo sem hefur verk að vinna.
Athugasemdir
banner
banner