Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. desember 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Quincy Promes: Ég er frjáls maður
Mynd: Getty Images
Hollenski framherjinn Quincy Promes var handtekinn á dögunum vegna gruns um aðild að stunguárás sem átti sér stað í fjölskylduboði í sumar.

Promes gefur lítið fyrir sögur sem segja hann hafa stungið frænda sinn eftir rifrildi. Hann var í haldi lögreglu í tvo daga og er sagður liggja undir grun þó honum hafi verið sleppt úr haldi.

„Það er gott að spila fótbolta aftur, það færir athyglina frá þessu máli í smástund," sagði Promes sem kom inn af bekknum í sigri Ajax gegn ADO Den Haag um helgina.

„Þetta mál var sjokkerandi fyrir mig og alla í kringum mig en ég er ánægður með að mér hafi verið sleppt úr haldi svo snemma. Það er það eina sem ég má segja um þetta mál.

„Ég er alveg jafn hissa og allir aðrir á þessu máli en í dag er ég frjáls maður og mér finnst það segja allt sem segja þarf. Það sem skiptir mig mestu máli er að vinirnir, liðsfélagarnir og þjálfararnir standa með mér. Það hjálpar mér mjög mikið."


Promes sleppt úr varðhaldi - Enn grunaður eftir stunguárás
Quincy Promes handtekinn - Grunaður um stunguárás
Athugasemdir
banner