Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. desember 2020 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Guðlaug Victor bara vilja fara í KR ef hann kemur heim
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru sögur á kreiki um að landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson muni leika í Pepsi Max-deildinni næsta sumar af persónulegum ástæðum.

Þegar fréttamaður Fótbolta.net spurði Guðlaug Victor út í þessar sögur þá neitaði hann því að þær væru sannar.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í hlaðvarpinu Dr Football, telur sig hins vegar hafa heimildir fyrir því að landsliðsmaðurinn sé á heimleið. Hrafnkell segir að KR sé eina félagið sem Guðlaugur Victor sé tilbúinn að fara í.

„Samkvæmt samtali mínu við einn góðan mann er það orðið mjög líklegt. KR er eina félagið sem hann vill fara í á Íslandi, hann hlusta ekki á neitt annað. Hann á mikið af vinum í Vesturbænum veit ég," sagði Hrafnkell.

Guðlaugur Victor ólst upp í Fjölni og Fylki áður en hann fór í atvinnumennsku til Liverpool. Hann er núna samningsbundinn Darmstadt í Þýskalandi.

Theódór Elmar Bjarnason hefur einnig verið orðaður við KR sem missti af Evrópusæti í ár eftir að Íslandsmótinu var hætt.
Athugasemdir
banner
banner
banner