Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. desember 2020 20:40
Aksentije Milisic
Spánn: Benzema og Casemiro sáu um Granada
Mynd: Getty Images
Real Madrid 2 - 0 Granada CF
1-0 Casemiro ('57 )
2-0 Benzema ('90)

Real Madrid fékk Granada í heimsókn í öðrum leik kvöldsins í La Liga deildinni.

Real hefur verið á miklu skriði að undanförnu eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Markalaust var í hálfleik í kvöld en á 57. mínútu skallaði Casemiro boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Marco Asensio.

Federico Valverde komst í dauðafæri um miðjan síðari hálfleik sem Granada bjargaði á elleftu stundu. Gestirnir bitu þó einnig frá sér en tókst ekki að skora.

Asensio átti skemmtilega tilraun með hælnum en boltinn hafnaði í stönginni. Hefði orðið virkilega smekklegt mark hjá Spánverjanum. Frakkinn Karim Benzem gulltryggði síðan sigurinn með smekklegu marki í uppbótartíma.

Lokatölur 2-0 og með sigrinum er Real búið að jafna Atletico Madrid á toppi deildarinnar. Atletico er hins vegar búið að spila tveimur leikjum færra.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 31 16 9 6 51 29 +22 57
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 31 3 8 20 32 60 -28 17
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner