Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. desember 2020 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðsetning Rúnars kom Mahrez á óvart
Mahrez skoraði beint úr aukaspyrnu í gær.
Mahrez skoraði beint úr aukaspyrnu í gær.
Mynd: Getty Images
Riyad Mahrez skoraði beint úr aukaspyrnu þegar Manchester City vann 4-1 sigur á Arsenal í deildabikarnum í gær.

Hann skaut tiltölulega beint á Rúnar Alex Rúnarsson í marki Arsenal, en Rúnar Alex missti boltann inn.

Mahrez sagði í viðtali eftir leikinn að staðsetningin á Rúnari hefði komið honum á óvart.

„Það kom mér á óvart hvar hann stóð, hann var svo nálægt stönginni. Ég hélt að hann myndi færa sig og þess vegna setti ég hann þangað, en hann færði sig ekki. Hann náði ekki að grípa hann almennilega sem betur fer," sagði Mahrez.

Hér að neðan má sjá hvernig Rúnar stóð áður en Mahrez tók spyrnuna.

Sjá einnig:
Rúnar eyðir Twitter aðgangi sínum - Fékk skammir á AFTV

Athugasemdir
banner