Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 23. desember 2020 21:15
Aksentije Milisic
Stóri Sam lítur á Arsenal sem keppinauta í fallbaráttunni
Mynd: Getty Images
Klárlega, liðið hefur ekki unnið deildarleik lengi," sagði Sam Allardyce þegar hann var spurður út í það hvort hann lítur á Arsenal sem einn af keppinautum sínum í fallbaráttunni.

Byrjun Arsenal á tímabilinu er sú versta síðan 1974 og er liðið nú í fimmtánda sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti og hefur liðið ekki unnið í síðustu sjö leikjum heima fyrir.

Í gær tapaði liðið fjórða leik sínum af síðustu 6 þar sem Manchester City átti ekki í vandræðum á Emirates vellinum og henti Arsenal úr keppni í Carabao bikarnum með 4-1 sigri.

„Að tapa í gær, þó það hafi ekki verið í deildinni, tekur allt sjálfstraust úr liðinu. Þeir munu hugsa, hvað er að gerast?"

Frank Lampard, stjóri Chelsea, neitaði að tjá sig um það hvort Arsenal yrði í fallbaráttu eða ekki. Hann segir að mikil gæði búi í liðinu. Chelsea og Arsenal mætast í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner